Skilmlálar…

Vinsamlegast kynnið ykkur skilmálana svo allt getur nú gengið snuðrulaust fyrir sig. 

Almennt

Verð geta breyst án fyrirvara. Blóm og fiðrildi ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Kennitala: 570720-0740
VSK-númer: 138201

Afhending vöru

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Blóm og fiðrildi ehf  ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Blóm og fiðrildi ehf og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Vörur pantaðar í netverslun fyrir hádegi eru afgreiddar samdægurs, sé allt eðlilegt, annars næsta virka dag.

Athugið að fyrirvari er gefin á því að pöntuð vara geti mögulega selst upp í verslun á meðan pöntun gerð í netversluninni fer í gegnum kerfið, en það getur tekið allt að 15 mínútur. Komi upp slíkar aðstæður munum við strax hafa samband og bjóða viðkomandi sambærilega vöru eða endurgreiðslu.

Athugið að vara sem er pöntuð á netinu og greidd með korti afgreiðist eftir kl: 14 alla daga.

Vörur pantaðar á netinu og greiddar með bankamillfærslu afgreiðist eftir klukkan 14 næsta virka dag.

Allir landsmenn sitja við sama borð þegar kemur að netverslun.
Við erum með fastan sendigarkostnað 990 kr um allt land.
Athugið að fastur sendingarkostnaður gildir einungis innan Íslands. Á ekki við um pantanir sem á að senda erlendis, þar gildir verðskrá póstsins.
 

Skilafrestur

Það má skipta um skoðun!
Þú átt rétt á endurgreiðslu ef þú óskar eftir henni innan 14 daga frá kaupum og skilar vörunum til okkar í upprunalegu ástandi. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Eftir þann tíma má óska eftir inneignarnótu. Athugið að sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða.

Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Nánar er hægt að skoða rétt neitenda til að falla frá samningi í III kafla, 8. grein laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 46/2000.

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Fyrirvari er gerður á innsláttar- og/eða eða kerfisvillum. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í verslun Blóm og fiðrildi ehf ekki alltaf í vefverslun.

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 46/2000, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 46/2000 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.