Um okkur…

Við elskum blóm; þau gleðja, sýna samúð, hvetja og fagna eða bara hjálpa okkur að njóta auglabliksins. 

Við kappkostum við að veita góða og faglega þjónustu.

Blóm og fiðrildi er blóma- og gjafavöruverslun í Suðurveri. Við erum með úrval af þurrkuðum stráum og blómum, afskorin blóm, pottaplöntur og fallegar vandaðar gjafavörur.

Við bjóðum sérlausnir á margskonar blómaskreytingum og aðstoðum ykkur við skreytingarnar; hvort heldur sé fyrir brúðkaupið, veisluna eða stóráfangann.

Gjafavörurnar okkar eru vandaðar og er okkur mikið kappsatriði að þær vörur sem við bjóðum séu framleiddar með umhverfisvænum hætti og að hráefnið sem er notað sé eins sjálfbært og umhverfisvænt og kostur er.

Síðan 2020

Verslunin var stofnuð haustið 2020 af góðum vinkonum sem höfðu mikinn áhuga á blómum. Allt í kringum þessa búð hefur verið svo skemmtilegt og gefandi og höfum við átt skemmtileg og góð samskipti við kúnnahópinn okkar.

Af hverju að versla við okkur?

Margra ára reynsla

Við sem stöndum á bakvið fyrirtækið höfum tekið þátt í að byggja upp fjölmörg sambærileg verkefni; eins og t.d Vistveru ásamt fleiru.

Við sniðum okkur að þér

Fagleg og persónuleg þjónusta skiptir okkur miklu máli. Við kappkostum við að vina með viðskiptavininum að þeirra þörfum.

Við sendum um allt land

Við sendum gjafavörur og fatnað út um allt land með póstinum eða öðrum sendingarmáta eins og hentar hverjum og einum.